Apr 28, 2022
Föstudagskaffið: Er Range Rover bólan að hefjast á ný?
Föstudagskaffið er nýr þáttur hjá Pyngjunni þar sem Arnar og Ingvi renna á léttu nótunum yfir nokkrar vel valdar fréttir úr viðskiptalífinu síðastliðna viku en auk þess mun föstum liðum bregða fyrir reglulega. Þættirnir koma inn á föstudagsmorgnum og eru ætlaðir Pyngjuaðdáendum til yndisauka yfir föstudagsbollanum fyrir vinnu, á leið í vinnu, við vinnu, í kaffitímanum eða bara við hvaða aðstæður sem ykkur dettur í hug.
Í Pyngjukaffi dagsins koma Arnar og Ingvi m.a. inn á yfirtöku Elon Musk á Twitter og velta því fyrir sér hvar hann ætlar að grafa upp eiginfjárhluta kaupanna, hvort Maggi Mix sé Mr.Beast Íslands, hvort Range Rover bólan kunnuga sé yfirvofandi, Kaup og Sölu vikunnar og svo fer Ingvi að lokum yfir topp 3 lista yfir hvernig skal hegða sér í lyftu. Góða helgi!